ALGENGAR SPURNINGAR UM FJARSTÝRINGAR

Hvaða stillingar á að nota á fjarstýringunni?
Mælt er með að stilla virkni varmadælunnar með MODE takkanum á fjarstýringunni á hitastillingu (Heat), ekki er talin þörf á að nota auto stillinguna við okkar íslensku aðstæður. Hafa verður í huga að við keyrslu varmadælunnar til kælingar sem gæti einnig hent ef stillt er á Auto getur komið vatn frá innihlutanum og í þeim tilvikum verður að gera viðeigandi ráðstafanir með affalsrörið frá innihlutanum. Hinsvegar er best að stilla viftuhraðann (Fan) og ristarnar (flaps) á Auto þannig að stýringin í vélinni sjái um að stýra þessum þáttum eftir hitastigi og orkuþörf.