New Interior Collection

LOFT Í LOFT

Bara það besta frá Fujitsu, loft í loft varmadælur sem eru hannaðar fyrir notkun á norrænum slóðum og hafa sérlega góða varmauptöku. Fást í ýmsum stærðum og gerðum, allt eftir þörf viðskiptavinarins. Allar eiga þær þó sameiginlegt að vera hagkvæmar í rekstri, endingargóðar, umhverfisvænar og hljóðlátar.
Fujitsu loft í loft varmadælur eru einstaklega auðveldar í notkun og þeim fylgir 5 ára ábyrgð.

Skoða úrvalið

LOFT Í VATN

Við bjóðum upp á hágæða Clivet loft í vatn varmadælur sem henta einstaklega vel fyrir íslenskar aðstæður. Clivet varmadælurnar koma í ýmsum stærðum og gerðum, allt eftir þörf viðskiptavinarins. Allar eiga þær þó sameiginlegt að vera hagkvæmar í rekstri, endingargóðar, umhverfisvænar og hljóðlátar.
Þá eru Clivet loft í vatn varmadælurnar einstaklega auðveldar í notkun og þeim fylgir 5 ára ábyrgð.

Skoða úrvalið

30% discount on appearals

Trendy cooking tonight

AUKAHLUTIR

Erum með mikið úrval af aukahlutum, fylgihlutum og varahlutum fyrir varmadælur.
Hringrásardælur, WiFi fjarstýringar, hreinsiefni, lagnaefni og alskonar fleira sem auðveldar uppsetningu, viðhald og notkun á varma- og kælidælum.

Skoða úrvalið

söluSkilmálar - algengar spurningar - myndir af upsettum varmadælum

ábyrgðarskilmálar

Almennt
Ábyrgðarskilmálarnir í þessari yfirlýsingu, að því leyti sem lög leyfa, undanskilja ekki, takmarka eða breyta heldur eru til viðbótar lögbundnum réttindum sem gilda um sölu viðkomandi vöru. Í samræmi við lög um neytendakaup, nr. 48/2003 er kvörtunar frestur fimm ár ef um er að ræða smásölu stærri raftækja sem ætla má að hafi lengri líftíma til neytenda.Ef um er að ræða sölu til annara lögaðila s.s. fyrirtækja og stofnanna er ábyrgðartíminn, þ.e.tímamörk til að bera fyrir sig galla á seldri vöru eitt ár frá því að seldum hlut var veitt viðtaka nema annað sé sérstaklega tekið fram.

Ábyrgðin nær ekki yfir:
∙ Rekstrartengdar vörur (síur, olíur, kælimiðil o.þ.h.)
∙ Kostnað vegna ferða og vinnu vegna ísetningar varahluta
∙ Bilana vegna utanaðkomandi aðstæðna. (force majeure)
∙ Auka‐ eða varahluta sem settir eru í eða breytt af öðrum en viðurkenndum þjónustuaðila
∙ Bilana vegna rangra tenginga eða vanrækslu á viðhaldi og þjónustu s.s. óþrifa
∙ Bilana eða truflana í rekstri vegna rangrar notkunar
∙ Bilana vegna truflana á rafveitu, vatnslögnum eða hindrunar á loftflæði
∙ Bilana eða rekstrartruflana sem verða vegna bilana í tengdum búnaði frá þriðja aðila

ALMENNIR SKILMÁLAR VIÐ KAUP Á LOFT Í LOFT VARMADÆLU

Hér gefur að líta á skilmála fyrir staðlaða uppsetningu loft í loft varmadælu frá Fujitsu fyrir heimili og einkaaðila.

Innifalið í uppsetningu er:

– Allt að 6 tímar í vinnu á verkstað
– Allt að 4m lengd kælimiðils- og raflagna utanáliggjandi á vegg
– Hámarkshæð innihluta 2,5m yfir gólfi
– Veggfesting og gúmmípúðar fyrir útihluta hámarks hæð undir festingu 1,5m yfir sléttum fleti
– Eitt gat í útvegg Ø 45-55mm heildar þykkt að 300mm
– Gangsetning og prófun varmadælu
– Stutt kennsla á notkun fjarstýringar og útlistun á reglubundnu viðhaldi
– Gróf tiltekt á verkstað að verki loknu (kaupandi sér um förgun umbúða)
– Akstur og ferðatími 100km. heild fram og til baka frá afgreiðslustað

Biðtími eftir upsetningu getur verið 2-5 vikur og jafnvel lengri eftir aðstæðum og veðurfari

Eins árs ábyrgð er á vinnu og efni við uppsetningar.

Aukakostnaður við uppsetningar á undirstöður aðrar en meðfylgjandi vinkla til festingar á vegg fellur á kaupanda enda sé slíkt gert að hans frumkvæði.
Uppsetningaraðili leitast við að ráðleggja kaupanda um staðsetningu inni- og útihluta varmadælunnar endanleg staðsetning er þó alltaf á ábyrgð kaupanda.

ALMENNIR SKILMÁLAR VIÐ KAUP Á WATERSTAGE LOFT Í VATN VARMADÆLU:​

Innifalið í verði varmadælunnar er uppsetning og tenging raf- og kælimiðilslagna milli inni- og útihluta dælunnar, tenging við rafkerfi byggingarinnar og gangsetning.

Þetta miðast við að aðstæður séu þannig að innihluti varmadælu komi í kyndiklefa eða tæknirými byggingar og heildarlengd kælimiðilslagna milli inni og útihluta ekki lengri en 5m. Gert er ráð fyrir aðgengi að dreifiskáp rafmagns eða kvísl fyrir kyndingu í tæknirými með nauðsynlegum varnarbúnaði. Ef ekki er um slíkt að ræða sér kaupandi um lögn kvíslar frá dreifiskáp að innihluta varmadælunnar og greinakassa með nauðsynlegum sjálfvörum.

​Afhendingarstaður við kaup er Reykjavík en almennt gildir um uppsetningar innan 50 km fjarlægðar frá afhendingarstað að varmadælan er flutt á uppsetningarstað kaupanda að kostnaðarlausu en kaupandi sér um fæði og uppihald á uppsetningartíma. Ef um meiri fjarlægðir er að ræða er kostnaður við fluttninga og ferðir vegna uppsetningar samkvæmt gildandi taxta eða samkomulagsatriði milli seljanda og kaupanda sem tiltekið er í tilboðum.
​Kaupandi gerir allar þær ráðstafanir sem nauðsynlegar eru til að koma fyrir búnaði og vegna tenginga við pípulagnakerfi byggingar, útvegar og tryggir samræmingu á vinnu pípulagnameistara og uppsetningaraðila svo ekki verði tafir á framkvæmdinni eða annar óþarfa kostnaður.


Innifalið í uppsetningu er:

– Allt að 10 tímar í vinnu á verkstað.
– Allt að 5m lengd kælimiðils- og raflagna utanáliggjandi á vegg.
– Uppsetning innihluta í kyndiklefa, verkkaupi gerir nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja nægilegt gólf og /eða veggpláss fyrir búnað.
– Veggfesting og gúmmípúðar fyrir útihluta, hámarks hæð undir festingu 1,2m yfir sléttum fleti.
– Hámarkslengd rafstrengja að varmadælu frá töflu eða næsta tengistað er 5m.
– Eitt gat í útvegg Ø 55-60mm heildar þykkt að 300mm.
– Gangsetning og prófun varmadælu.
– Stutt kennsla á notkun búnaðar og útlistun á reglubundnu viðhaldi.
– Gróf tiltekt á verkstað að verki loknu (kaupandi sér um förgun umbúða).
– Akstur og ferðatími 50km. (100km heild fram og til baka frá afgreiðslustað)
– Biðtími eftir afgreiðslu getur verið 2-5 vikur og jafnvel lengri eftir aðstæðum og veðurfari

Eins árs ábyrgð er á vinnu og efni vegna uppsetningar.
Varmadælunum fylgja vinklar til festingar á vegg, auka vinna og kostnaður við uppsetningar á aðrar undirstöður fellur á kaupanda.
Uppsetningaraðili leitast við að ráðleggja kaupanda um staðsetningu inni- og útihluta varmadælunnar endanleg staðsetning er þó alltaf á ábyrgð kaupanda.

Smelltu til að sjá ALGENGAR SPURNINGAR UM LOFT Í LOFT VARMADÆLUR.

Smelltu til að sjá ALGENGAR SPURNINGAR UM FJARSTÝRINGAR.

Smelltu til að sjá Myndir af varmadælum sem við höfum sett upp.

HITA- OG KÆLIRAFTAR

Smelltu til að skoða Fujitsu kynningarbækling

Loftgæði geta haft mikil áhrif á heilsu okkar allra og því er nauðsynlegt að tryggja góð loftgæði. Rannsóknir hafa sýnt að ýmsa alvarlega sjúkdóma má rekja til óheilnæmis innilofts en þar geta loftskipti, rakastig, hitastig og hinar ýmsu agnir í inniloftinu haft mikil áhrif. Það er því virkilega mikilvægt fyrir bæði einstaklinga og fyrirtæki að huga að loftgæðum í öllum þeim rýmum þar sem fólk kemur saman, hvort sem það er í leik eða starfi.

Við hjá Gastec ehf bjóðum uppá alhliða lausnir til hitunar og kælingar íbúðarhúsnæðis ,verslanna og þjónustuhúsnæðis. Allar eiga þessar lausnir það sameiginlegt að bæta gæði innilofts en þeir hita- og kæliraftar sem við bjóðum upp á búa yfir sérstökum síum sem sjá um að hreinsa inniloftið og bæta heilnæmi þess. Lausnir þessar geta einskorðast við stök rými en einnig verið heildar lausnir fyrir skrifstofu- og verslanahúsnæði með fjölmörgum rýmum. Einnig er þetta áhugaverður kostur fyrir rými sem hýsa tölvur og annan búnað sem þarfnast öflugrar kælingar.

ORKUSPARNAÐUR

Varmadælur eru afar áhugverður kostur sem getur lækkað kostnað við rafhitun um 25 – 80% eftir tækni og aðstæðum á hverjum stað. Varmadælur eru því umhverfisvæn lausn sem bætir orkunýtni og lækka rafhitunarkostnað fólks sem og niðurgreiðslukostnað ríkis umtalsvert.

Varmadæla notar þannig aðgengilega ókeypis orku úr andrúmsloftinu. Varmadælan þarf því einungis 1kW af rafmagni til þess að framleiða um 3-5 kW af varmaorku til húsupphitunar.

TIL UMHUGSUNAR VIÐ KAUP Á VARMADÆLU

STAÐSETNING ÚTIHLUTA:

Við kaup og uppsetningu á varmadælu er ýmislegt sem þarf að hafa í huga en hér að neðan gefur að líta á nokkra mikilvæga þætti sem nauðsynlegt er að huga að þegar kemur að uppsetningunni sjálfri.

Við staðsetningu útihluta varmadælunnar er rétt að hafa í huga:
– Leitast skal við að hafa varmadæluna í skjóli fyrir ríkjandi vindátt eða þar sem snjóalög eru léttust. Í vissum tilfellum getur verið nauðsynlegt að byggja skýli yfir varmadæluna sem draga myndi úr vatnsálagi og áfoki án þess þó að hindra nauðsynleg loftskipti, vanræksla á því getur valdið niðurfellingu ábyrgðar.
– Næst varmadælunni gætir nokkurar kælingar og sérstklega þegar viftur hennar ganga á fullum afköstum.
– Undir varmadælunni getur myndast ís vegna vatns sem rennur frá dælunni við afhrímingu eða við keyrslu hennar við hátt rakastig. Best er að jarðvegur undir dælu sé drenmöl eða sambærilegt undirlag.
– Varmadæluna er nauðsynlegt að staðsetja um 1m frá jörðu eða að minnsta kosti í þeirri hæð að snjór safnist ekki að henni.
– Innifalið í uppsetningu eru vinklar sem festast á vegg byggingarinnar. Kaupandi verður að hafa í huga að nægileg festa sé í byggingarhluta þeim sem varmadælan festist á eða að öðrum kosti sjá um styrkingu hans.
– Útihluti varmadælunnar er knúinn af pressu og viftum sem óhjákvæmilega gefa frá sér hljóð þótt lágvært sé.
– Reynt er að draga úr hljóðleiðni frá varmadælunni með vönduðum mótorpúðum milli dælunnar og festivinkla hennar, þrátt fyrir það getur einhver hljóðleiðni orðið milli dælu og viðkomandi byggingarhluta.
– Í sumum tilvikum kann að vera best að staðsetja útihlutann á undirstöðum s.s. steypuklossum sem ekki tengjast burðarvirki byggingarinnar sérstaklega ef staðsetning varmadælunar er nálægt svefnálmu byggingar.

STAÐSETNING INNIHLUTA
LOFT Í LOFT VARMADÆLU:

Við staðsetningu innihluta LOFT Í LOFT varmadælunnar er rétt að hafa í huga:
– Það er í mörgum tilvikum langt í frá augljóst hvar best er að staðsetja innihluta loft í loft varmadæla, innihlutanum sem samanstendur af hitaldi og öflugum hraðastýrðum blásara er oftast best að koma fyrir í stærsta rými byggingar stofu/alrými eða á hverjum þeim stað sem vænta má bestrar hitadreifingar.
– Gagnlegt getur verið fyrir uppsetningaraðilann að fá sendar teikningar af viðkomandi byggingu eða skissu af henni til að auðvelda val staðsetningar og undirbúning áður en að henni er komið.
– Þegar innihlutinn gengur á fullum afköstum er töluverð hreyfing á loftinu í rýminu næst honum sérstaklega beint undir blásaranum þar sem heitt loft streymir niður að gólfinu, vegna þessa er ráðlegt að staðsetja hann ekki þar sem fólk hefur stöðuga viðveru s.s. yfir sófa eða við borðkrók.
– Ef keyra á varmadæluna til kælingar þarf að gera ráðstafanir vegna vatns sem þéttist í innihlutanum, þetta getur einnig hent á mjög heitum dögum í þeim tilvikum sem dælan er á AUTO stillingu. Dren rör sem staðsett er undir plasthlíf innihlutans verður í slíkum tilfellum að tengja með framlengingu við niðurfall eða ílát sem safnar þéttivatninu.
– Þrátt fyrir mjög lágværan innihluta er rétt að forðast staðsetningar nærri svefnstað þar sem hvinur frá blásaranum getur truflað þá sem eru mjög viðkvæmir fyrir truflunum. Til að gefa einhverja hugmynd um hljóðstyrk má líkja því við hljóð sem ískápur gefur frá sér.

STAÐSETNING INNIHLUTA
LOFT Í VATN VARMADÆLU:

Við staðsetningu innihluta LOFT Í VATN varmadælunnar er rétt að hafa í huga:

– Lágmarks loftræstingu þarf að tryggja í því rými sem innihluti varmadælunnar kemur í.

– Innihlutinn tengist vatnslögnum byggingarinnar og við þjónustu getur þurft að vatnstæma lagnir og kúta, því ætti alltaf að vera niðurfall í viðkomandi rými.

– Almennt gilda sömu forsendur fyrir staðsetningu innihluta varmadælu og annarra tækja til húshitunar og er kaupanda bent á að kynna sér reglur um slíkt í byggingarreglugerð

Seljandi leitast við að veita faglega ráðgjöf við val á staðsetningu varmadælunar en endanleg staðsetning er þó alltaf á ábyrgð kaupanda / húseiganda og er honum bent á að hafa samráð við viðkomandi byggingaryfirvöld og næstu nágranna eftir atvikum.


Breytingar á hönnunarforsendum byggingar eru alltaf á ábyrgð húseiganda og er honum ráðlagt að hafa samráð við hönnuð byggingarinnar og byggingarfulltrúa viðkomandi sveitarfélags.